Rose á leið til Cleveland

Derrick Rose.
Derrick Rose. AFP

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Derrick Rose er sagður vera á leið frá New York Knicks til Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í körfuknattleik. Rose, sem er samningslaus, mun gera eins árs samning sem er metinn á 2,1 milljón dollara en sú upphæð jafngildir rúmum 220 milljónum íslenskra króna.

Rose, sem er 28 ára gamall, er yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að vera útnefndur mikilvægasti leikmaður deildarinnar en hann afrekaði það árið 2011.

Cleveland ætlar sér að endurheimta NBA-meistaratitilinn en það tapaði úrslitarimmunni fyrir Golden State Warriors í vor.

Rose skoraði að meðaltali 18 stig í leik á síðustu leiktíð, tók 3,8 fráköst og gaf 4,4 stoðsendingar. Hann kom til New York fyrir síðasta tímabil frá Chicago, sem hann lék með frá árinu 2008. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert