Svipaður undirbúningur en vopnabúrið stækkar

Logi Gunnarsson á landsliðsæfingu á dögunum.
Logi Gunnarsson á landsliðsæfingu á dögunum. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Ég held að menn séu í heild í mjög flottu standi og frekar fljótir að komast inn í hlutina,“ sagði Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, í samtali við Morgunblaðið en íslenska liðið hefur hafið undirbúning sinn af miklum krafti fyrir lokakeppni Evrópumótsins, Eurobasket, nú síðsumars.

„Við erum búnir að æfa mikið, höfum tekið tíu æfingar síðan á fimmtudaginn svo við erum að æfa rosalega stíft. En við erum frekar vel á okkur komnir sem lið myndi ég segja þrátt fyrir að vera nýbyrjaðir og keyrslan strax orðin svona mikil,“ sagði Logi. Íslenska liðið er að fara í annað sinn í röð á EM, en er liðið reynslunni ríkari hvað undirbúning varðar frá ævintýrinu fyrir tveimur árum?

„Við höfum svo lengi verið að æfa á sumrin og reynum alltaf að vera tilbúnir áður en við hittumst, svo við erum góðir í því. Varðandi mótið sjálft þá held ég að undirbúningurinn sé svipaður en erum auðvitað reynslunni ríkari eftir að hafa farið á eitt svona mót,“ sagði Logi, en framundan eru æfingaferðir og vináttuleikir við ógnarsterkar þjóðir áður en mótið hefst í Helsinki í lok ágúst.

Nánar er rætt við Loga í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert