Hausinn var okkar versti andstæðingur

Martin Hermannsson fór fyrir íslenska landsliðinu í leiknum gegn Þýskalandi …
Martin Hermannsson fór fyrir íslenska landsliðinu í leiknum gegn Þýskalandi í gær og skoraði tólf stig. Ísland mætir Ungverjum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta var frekar dapur leikur af okkar hálfu eftir fína byrjun,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, annar aðstoðarþjálfara íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik, í samtali við Morgunblaðið eftir stórt tap fyrir Þýskalandi, 90:66, í fyrsta leik á sterku æfingamóti sem fram fer í Kazan í Rússlandi.

Ísland byrjaði leikinn vel og var 20:13 yfir eftir fyrsta leikhluta. Ísland var svo tveimur stigum undir í hálfleik, 50:48, en skoraði aðeins 28 stig í seinni hálfleik á meðan Þjóðverjar juku forskot sitt jafnt og þétt. Martin Hermannsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 12 stig og næstur kom Tryggvi Snær Hlinason með 10 stig.

„Menn eru aðallega súrir með eigin frammistöðu. Við byrjuðum vel og leikurinn er í fínu jafnvægi fram í miðjan annan leikhluta. Við fengum á okkur svæðisvörn sem mér fannst vera nokkuð opin en einhvern veginn náðum við ekki góðum skotum á móti henni,“ sagði Finnur, en það var ekki síður andlegi þátturinn sem brást.

„Hausinn á okkur fannst mér vera okkar versti andstæðingur í dag þar sem við létum ýmsa hluti eins og dómgæsluna og sóknarleikinn fara í taugarnar á okkur. Það kom svolítið niður á varnarleiknum,“ segir Finnur Freyr.

Sjá samtal við Finn Frey í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert