Jón Arnór spilar ekkert

Jón Arnór Stefánsson stríðir við meiðsl.
Jón Arnór Stefánsson stríðir við meiðsl. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Arnór Stefánsson mun ekkert koma við sögu hjá íslenska karlalandsliðinu í körfuknattleik á fjögurra þjóða æfingamóti sem nú stendur yfir í Rússlandi.

Jón Arnór er meiddur í nára og hvíldi í fyrsta leik Íslands gegn Þýskalandi í gær og Finnur Freyr Stefánsson, annar aðstoðarþjálfara liðsins, sagði við Morgunblaðið að Jón yrði heldur ekki með í síðustu leikjunum í dag og á morgun.

„Það er ekki ástæða til þess að taka óþarfa séns með hann enda ekki byrjaður að æfa á fullu með liðinu,“ sagði Finnur.

Það mun svo koma í ljós hvort Jón Arnór getur beitt sér í seinni æfingaferð landsliðsins til Ungverjalands og Litháen áður en Eurobasket hefst í lok ágúst. yrkill@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert