Ísland vann og tók 13. sætið

Íslenska U18 ára liðið hafnaði í 13. sæti B-deildar Evrópumótsins.
Íslenska U18 ára liðið hafnaði í 13. sæti B-deildar Evrópumótsins. Ljósmynd/FIBA

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri hafði betur gegn Úkraínu í lokaleik sínum í B-deild Evrópumótsins í Dublin á Írlandi, 58:54. Ísland hafnar í 13. sæti mótsins fyrir vikið. 

Birna Benonýsdóttir átti stórleik í íslenska liðinu og skoraði 25 stig og tók 12 fráköst. Ragnheiður Einarsdóttir og Þóranna Hodge-Carr voru með tólf stig hvor. 

mbl.is