Landsliðið heldur utan á ný í dag

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar halda utan í dag.
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar halda utan í dag. mbl.is/Golli

Karlalandsliðið í körfuknattleik heldur á ný utan í dag til að spila vináttulandsleiki fyrir lokakeppni EM í Finnlandi sem hefst í lok mánaðarins. Landsliðið heldur til Ungverjalands og mun þar mæta heimamönnum í tvígang.

Þaðan fer liðið til Litháen og spilar þar einn leik á móti Litháum, sem hafa á að skipa einu sterkasta liði Evrópu. Tólf leikmenn úr fimmtán manna æfingahópnum fara í ferðina en ekki hafði verið tilkynnt í gærkvöldi hverjir það eru.

Landsliðið hefur til þessa spilað fimm vináttulandsleiki í sumar. Ísland hefur unnið þrjá þeirra; tvo gegn Belgíu og einn gegn Ungverjalandi. Liðið hefur tapað fyrir Þýskalandi og Rússlandi.

Frá Litháen kemur hópurinn heim í nokkra daga áður en haldið verður til Finnlands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert