Bakvarðasveit leidd áfram af Dragic

Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir sóknarleik Slóvena hafa verið afar góðan á EM í Helsinki til þessa en Ísland mætir Slóveníu á morgun klukkan 10:45 að íslenskum tíma. 

Spurður um Slóvenana nefndi Finnur leiðtoga þeirra Goran Dragic sem er á sínu síðasta móti með landsliðinu og þann sem á að taka við keflinu, Luka Doncic. 

„Þeir eru með gríðarlega sterka bakvarðasveit, sem er leidd áfram af Goran Dragic, leikmanni Miami Heat og náttúrlega ungstirninu Luka Doncic, leikmanni Real Madrid, sem hefur verið frábær í mótinu hingað til. Þeir tveir í bland við marga hæfileikaríka bakverði og rullukarla hafa
búið til flotta blöndu sem hefur verið mjög öflug sóknarlega í mótinu,“ sagði Finnur meðal annars þegar mbl.is ræddi við hann á landsliðsæfingu í dag. 

Viðtalið við Finn í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Finnur Freyr Stefánsson.
Finnur Freyr Stefánsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert