Tryggvi drekkur sig í lærdóminn

„Það er alltaf gott að vera inni á vellinum. Fyrir mig er snilld að fá reynsluna af því að spila við þessa leikmenn og fá að spila með þessu liði,“ sagði miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason þegar mbl.is ræddi við hann að loknum leiknum gegn Slóveníu á EM í Helsinki í dag. 

Tryggvi lék í rúmar 13 mínútur gegn frábæru liði Slóvena og skoraði 8 stig, tók 2 fráköst og náði boltanum einu sinni. Slóvenía sigraði 102:75 en Ísland var yfir 25:23 eftir góðan fyrsta leikhluta. Slóvenar náðu tökum á leiknum þegar nær dró hálfleik. 

„Við höldum í við þá í fyrsta leikhluta en missum þá fram úr okkur í seinni hluta annars leikhluta. Fyrir lið eins og okkur er erfitt að vinna upp svona mun og það tókst ekki í dag,“ sagði Tryggvi meðal annars en viðtalið við hann í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Jaka Blazic reynir að komast fram hjá Tryggva í leiknum …
Jaka Blazic reynir að komast fram hjá Tryggva í leiknum í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert