Tímamót hjá Slóveníu

Luka Doncic leikmaðurinn frábæri í liði Slóvena.
Luka Doncic leikmaðurinn frábæri í liði Slóvena. AFP

Þrettán leikja sigurgöngu ríkjandi Evrópumeistara karla í körfuknattleik, Spánverja, í úrslitakeppni EM lauk í Tyrklandi í gærkvöld. Sigurgangan hófst með sigri á Íslendingum 99:73 í Berlín hinn 9. september 2015 og lauk með tapi, 92:72, í undanúrslitum gegn Slóveníu í gær.

Slóvenía er um það bil tveggja milljóna manna þjóð og hefur tryggt sér verðlaun á tveimur stórmótum sama árið en Slóvenar fengu bronsverðlaun á HM í handbolta í Frakklandi í janúar. Þeir leika til úrslita á sunnudaginn og gætu þar fengið nágranna sína frá Serbíu en á morgun mætast Serbar og Rússar. Besti árangur Slóveníu til þessa á EM var 4. sæti árið 2009 en besti árangur liðsins á HM er 7. sæti.

Doncic brást ekki

18 ára gamla ungstirnið Luka Doncic brást ekki og var nærri þrefaldri tvennu, skoraði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Sá ætti að eiga bjarta framtíð í íþróttinni og verður líklega valinn snemma inn í NBA-deildina næsta vor. Pau Gasol var stigahæstur hjá Spáni með 16 stig og tók 6 fráköst. Það dugði ekki til og silfurlið Ólympíuleikanna keppir ekki um gullið.

Alls gerðu Slóvenar fjórtán þriggja stiga körfur og þar af voru tíu komnar í fyrri hálfleik. Að honum loknum hafði Slóvenía yfir 49:45.

Körfuboltasérfræðingur Morgunblaðsins, Benedikt Guðmundsson, spáði því í sérblaði fyrir EM að Slóvenía yrði spútníklið keppninnar. Reyndist hann spámannlega vaxinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert