Stólarnir stálu sigrinum

Hart barist í leik Vals og Tindastóls í kvöld.
Hart barist í leik Vals og Tindastóls í kvöld. mbl.is/Eggert

Tindastóll vann nauman 73:69 sigur á nýliðum Vals í 2. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Valsmenn voru yfir nánast allan leikinn en skelfilegur 4. leikhluti varð þeim að falli.

Valsmenn fóru mjög vel af stað og sóknarleikur Tindastóls var ekki upp á marga fiska. Þegar 1. leikhluti var hálfnaður voru aðeins komin fimm stig hjá þeim og staðan eftir fyrsta leikhluta var 18:9. Tindastóll byrjaði 2. leikhluta vel og minnkaði muninn í tvö stig. Antonio Hester reyndist þá Valsmönnum erfiður.

Nýliðarnir svöruðu hins vegar býsna vel og var staðan í hálfleik 38:28, Val í vil, eitthvað sem fáir bjuggust ekki við. Valsmenn náðu 15 stiga forskoti í þriðja leikhluta, en gestirnir neituðu að gefast upp og var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 64:54, heimamönnum í vil.

Gestirnir skoruðu fyrstu 9 stig 4. leikhlutans og breyttu stöðunni í 64:63 og stefndi í æsispennandi endasprett. Axel Kárason skoraði þriggja stiga körfu kom Tindastól yfir, 68:66 þegar tvær og hálf mínúta var til leiksloka. Það var í fyrsta skipti í leiknum sem gestirnir komust yfir. Valsmenn náðu ekki að jafna eftir það og Tindastóll fékk sín fyrstu stig í vetur.

Valur 69:73 Tindastóll opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert