Haukar unnu toppslaginn

Helena Sverrisdóttir og Elín Sóley Hrafnkelsdóttir eigast við í leik …
Helena Sverrisdóttir og Elín Sóley Hrafnkelsdóttir eigast við í leik Hauka og Vals í kvöld. mbl.is/Golli

Haukar eru á toppi Dominos-deildar kvenna í körfubolta eftir 94:80-sigur á Val í Hafnarfirðinum í dag. Haukar hafa nú unnið alla fjóra leiki sína til þessa, en bæði lið voru með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Haukakonur voru með 49:42-forystu í hálfleik og fóru langleiðina með að tryggja sigurinn með góðum þriðja leikhluta, sem þær unnu 22:13. 

Cherise Michelle Daniel skoraði 26 stig fyrir Hauka og tók auk þess átta fráköst og Rósa Björk Pétursdóttir skoraði 25 stig og tók níu fráköst. Helena Sverrisdóttir skilaði þrefaldri tvennu, skoraði 11 stig, tók 13 fráköst og gaf 16 stoðsendingar. Alexandra Petersen var stigahæst í liði Vals með 24 stig og Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði 13. 

Slæmt gengi Íslandsmeistara Keflavíkur heldur áfram því Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann 81:63-stórsigur á heimavelli sínum er liðin mættust í kvöld. Daniele Rodriguez átti stórleik fyrir Stjörnuna og skoraði 31 stig, tók 11 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Sylvía Rún Hálfdanardóttir bætti við 14 stigum fyrir Stjörnuna. Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst hjá Keflavík með 18 stig. Stjarnan hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum en Keflavík tapað síðustu þremur og eru meistararnir því aðeins með einn sigur. 

Njarðvík er enn á botninum og án stiga eftir 80:63-tap gegn Snæfelli á heimavelli. Kristen McCarthy skoraði 23 stig og tók 13 fráköst fyrir Snæfell og Berglind Gunnarsdóttir bætti við 22 stigum og átta fráköstum. Shalonda Winton spilaði sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í kvöld og var langbest í sínu liði; skoraði 24 stig og tók 15 fráköst. 

Í Borgarnesi vann Skallagrímur sinn annan sigur á leiktíðinni er nýliðar Breiðabliks komu í heimsókn. Lokatölur urðu 78:69 í leik sem var nokkuð jafn allan tímann. Carmen Tyson-Thomas var stigahæst hjá Skallagrími með 22 stig og tók hún 19 fráköst. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir náði þrefaldri tvennu; skoraði 19 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar og Jóhanna Björk Sveinsdóttir skoraði 19 stig og tók tíu fráköst. Ivory Crawford spilaði best hjá Breiðabliki en hún skoraði 24 stig og tók 11 fráköst. Sóllilja Bjarnadóttir kom þar á eftir með 21 stig. 

Haukar - Valur 94:80

Schenkerhöllin, Úrvalsdeild kvenna, 18. október 2017.

Gangur leiksins:: 6:6, 14:10, 22:15, 27:22, 29:28, 34:35, 43:38, 49:42, 51:46, 58:48, 64:48, 71:55, 76:62, 80:67, 85:71, 94:80.

Haukar: Cherise Michelle Daniel 26/8 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 25/9 fráköst, Dýrfinna Arnardóttir 16, Þóra Kristín Jónsdóttir 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Helena Sverrisdóttir 11/13 fráköst/16 stoðsendingar/5 stolnir, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 30 í vörn, 12 í sókn.

Valur: Alexandra Petersen 24/6 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 13/4 fráköst/5 stoðsendingar, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 12/7 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, Ragnheiður Benónísdóttir 8/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 6.

Fráköst: 14 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Jakob Árni Ísleifsson.

Njarðvík - Snæfell 63:80

Njarðvík, Úrvalsdeild kvenna, 18. október 2017.

Gangur leiksins:: 8:7, 10:12, 19:18, 23:23, 23:33, 30:40, 34:42, 40:44, 43:46, 47:48, 47:56, 48:64, 48:67, 50:75, 57:77, 63:80.

Njarðvík: Shalonda R. Winton 24/15 fráköst, María Jónsdóttir 10/6 fráköst, Björk Gunnarsdótir 8, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 6/4 fráköst, Hrund Skúladóttir 5/4 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 4, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 3.

Fráköst: 28 í vörn, 8 í sókn.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 23/13 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 22/8 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 11, María Björnsdóttir 9/4 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 6/9 fráköst, Andrea Bjort Olafsdottir 4/8 fráköst, Thelma Hinriksdóttir 3, Anna Soffía Lárusdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 18 í sókn.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Gunnlaugur Briem, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 200

Skallagrímur - Breiðablik 78:69

Borgarnes, Úrvalsdeild kvenna, 18. október 2017.

Gangur leiksins:: 4:3, 10:5, 18:7, 23:12, 25:16, 29:18, 33:24, 35:32, 45:37, 46:40, 50:44, 56:48, 60:50, 65:56, 76:63, 78:69.

Skallagrímur: Carmen Tyson-Thomas 22/19 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 19/10 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 19/10 fráköst/10 stoðsendingar, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 14/4 fráköst, Bríet Lilja Sigurðardóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2/6 fráköst.

Fráköst: 31 í vörn, 21 í sókn.

Breiðablik: Ivory Crawford 24/11 fráköst/6 stoðsendingar, Sóllilja Bjarnadóttir 21, Isabella Ósk Sigurðardóttir 8/8 fráköst/3 varin skot, Telma Lind Ásgeirsdóttir 8/6 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5, Marín Laufey Davíðsdóttir 2, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir 1.

Fráköst: 21 í vörn, 13 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Johann Gudmundsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

Áhorfendur: 150

Stjarnan - Keflavík 81:63

Ásgarður, Úrvalsdeild kvenna, 18. október 2017.

Gangur leiksins:: 3:2, 10:4, 23:7, 28:16, 32:16, 32:20, 35:25, 43:30, 45:34, 52:36, 58:42, 64:42, 68:46, 71:50, 76:55, 81:63.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/11 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 14/8 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 11/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11/8 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 8/10 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6/4 fráköst.

Fráköst: 26 í vörn, 19 í sókn.

Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 18/4 fráköst/4 varin skot, Brittanny Dinkins 9/8 fráköst/8 stoðsendingar, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/8 fráköst/3 varin skot, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 6, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Elsa Albertsdóttir 4, Þóranna Kika Hodge-Carr 4/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 3, Svanhvít Ósk Snorradóttir 1.

Fráköst: 29 í vörn, 9 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Friðrik Árnason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert