Öruggur sigur Stólanna

Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson mæta Þórsurum frá Akureyri.
Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson mæta Þórsurum frá Akureyri. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tindastóll vann öruggan sigur á Þór Akureyri, 92:70, í Dominos-deild karla í körfuknattleik í miklum Norðurlandsslag í kvöld.

Leikurinn var jafn í byrjun og gerðu Þórsarar vel í að halda í við Stólanna í fyrsta leikhluta en staðan eftir hann var 29:20, heimamönnum í vil.

Þórsarar byrjuðu annan leikhluta einnig vel en Stólarnir þéttu vörnina þegar á leið og staðan eftir hann 47:34.

Heimamenn í Tindastól komu ferskir til leiks í þriðja leikhluta, settu í 5. gír og kláruðu nánast leikinn. Þar var það helst breidd liðsins sem var liðinu til góða en Tindastólsliðið keyrði hreinlega yfir Þórsara sem voru orðnir þreyttir. Staðan eftir þriðja leikhluta, 72:55.

Í fjórða leikhluta voru Þórsarar einfaldlega sprungnir og lauk leiknum með 18 stiga mun heimamanna, 92:70.

Sterkustu menn þeirra voru Sigtryggur Arnar Björnsson með 20 stig en á eftir honum fylgdi Pétur Rúnar með 17 stig, 11 fráköst og sex stoðsendingar.

Tindastóll er þá með 4 stig en Þór Akureyri 2 stig þegar bæði lið hafa leikið þrjá leiki.

Bestur hjá Þór var Sindri Davíðsson með 23 stig en honum fylgdi Marques Oliver með 21 stig og 15 fráköst.

Tindastóll 92:70 Þór Ak. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert