Byrjar betur en Abdul-Jabbar

Giannis Antetokounmpo ræðir við dómara í Milwaukee í nótt.
Giannis Antetokounmpo ræðir við dómara í Milwaukee í nótt. AFP

Gríski landsliðsmaðurinn Giannis Antetokounmpo heldur áfram að fara á kostum í NBA-deildinni í körfubolta en hann átti stóran þátt í 103:94-sigri Milwaukee Bucks á Charlotte Hornets í nótt.

Antetokunmpo hefur spilað „brjálæðislega vel“ eins og Khris Middleton liðsfélagi hans orðaði það. Grikkinn skoraði 32 stig og tók 14 fráköst í nótt, þar sem Milwaukee skoraði níu síðustu stig leiksins og tryggði sér sigur.

Antetokunmpo hefur skorað að minnsta kosti 30 stig í hverjum af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Mest skoraði hann 44 stig gegn Portland á laugardaginn. Hann hefur alls skorað 147 stig í fyrstu fjórum leikjunum sem er félagsmet, en Kareem Abdul-Jabbar skoraði 146 stig í fyrstu fjórum leikjunum árið 1970.

Úrslit næturinnar:

Detroit – Philadelphia 86:97
Milwaukee – Charlotte 103:94
Denver – Washington 104:109
Miami – Atlanta 104:93
Dallas – Golden State 103:133
Phoenix – Sacramento 117:115
Houston – Memphis 90:98
San Antonio – Toronto 101:97

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert