Blikar unnu toppslaginn

Snorri Vignisson skoraði 16 stig fyrir Blika gegn Skallagrími.
Snorri Vignisson skoraði 16 stig fyrir Blika gegn Skallagrími. mbl.is/Golli

Breiðablik galopnaði í kvöld toppbaráttuna í 1. deild karla með því að verða fyrst liða til að sigra Skallagrím úr Borgarnesi. Lokatölur í Smáranum í Kópavogi urðu 102:92, Blikum í hag.

Breiðablik og Skallagrímur eru þar með jöfn og efst með 12 stig eftir sjö leiki. Vestri er með 10 stig í þriðja sætinu og á leik til góða, þannig að það stefnir allt í harðan slag í vetur um sæti í úrvalsdeildinni.

Hamar vann góðan útisigur á Fjölni, 108:94, í Dalhúsum og liðin eru bæði með 8 stig, eins og Snæfell í fjórða til sjötta sæti deildarinnar.

Breiðablik - Skallagrímur 102:92

Smárinn, 1. deild karla, 13. nóvember 2017.

Gangur leiksins: 11:2, 17:8, 22:11, 33:15, 36:22, 40:29, 47:34, 52:36, 60:45, 67:47, 73:50, 78:61, 85:67, 91:74, 102:82, 102:92.

Breiðablik: Jeremy Herbert Smith 34/13 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 30, Snorri Vignisson 16/6 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 10, Sveinbjörn Jóhannesson 6/5 fráköst, Halldór Halldórsson 4/6 fráköst, Hafþór Sigurðarson 2.

Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.

Skallagrímur: Hjalti Ásberg Þorleifsson 24/6 fráköst, Zaccery Alen Carter 18, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 15/5 fráköst, Darrell Flake 15, Kristófer Gíslason 6/5 fráköst, Davíð Guðmundsson 5, Kristján Örn Ómarsson 5, Bjarni Guðmann Jónson 2/4 fráköst, Atli Steinar Ingason 2.

Fráköst: 17 í vörn, 14 í sókn.

Dómarar: Halldor Geir Jensson, Jóhann Guðmundsson.

Fjölnir - Hamar 94:108

Dalhús, 1. deild karla, 13. nóvember 2017.

Gangur leiksins: 9:9, 18:15, 18:21, 20:31, 20:41, 28:51, 39:59, 49:65, 56:69, 63:73, 65:80, 72:87, 78:88, 85:93, 90:99, 94:108.

Fjölnir: Davíð Alexander H. Magnússon 27/6 stoðsendingar, Jón Rúnar Baldvinsson 22/4 fráköst, Rafn Kristján Kristjánsson 14/5 fráköst/5 stoðsendingar, Samuel Prescott Jr. 12/4 fráköst/7 stoðsendingar, Hlynur Logi Ingólfsson 6, Sigvaldi Eggertsson 6/9 fráköst, Sigmar Jóhann Bjarnason 5/7 fráköst, Alexander Þór Hafþórsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 9 í sókn.

Hamar: Þorgeir Freyr Gíslason 25/10 fráköst, Larry Thomas 23/6 fráköst, Julian Nelson 23/4 fráköst, Ísak Sigurðarson 13, Smári Hrafnsson 6, Kristinn Ólafsson 5, Arnór Ingi Ingvason 5, Mikael Rúnar Kristjánsson 4, Oddur Ólafsson 4/6 stoðsendingar.

Fráköst: 26 í vörn, 3 í sókn.

Dómarar: Einar Þór Skarphéðinsson, Jakob Árni Ísleifsson.

mbl.is