Fyrrum Orlando-maður til Keflavíkur

Cameron Forte.
Cameron Forte. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Keflvíkingar hafa skipt um bandarískan leikmann í karlaliði sínu í körfuknattleik en Stanley Robinson er væntanlegur til landsins á morgun og á að koma í staðinn fyrir Cameron Forte. Karfan.is  skýrir frá þessu.

Robinson er 29 ára gamall og var á mála hjá Orlando Magic um tíma eftir að liðið fékk hann til sín í annarri umferð nýliðavalsins árið 2010. Hann náði hinsvegar aldrei að spila NBA-leik með liðinu og hefur leikið víða á undanförnum árum, í neðri deild í Bandaríkjunum sem og í Síle, Kanada og Dóminíska lýðveldinu, en í síðastnefnda landinu spilaði hann í fyrra og var þá valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar eftir að hafa unnið meistaratitil með sínu liði.

Robinson verður væntanlega með gegn Hetti fyrir austan á fimmtudagskvöldið. Cameron Forte, sem nú hverfur væntanlega á brott, skoraði 23,2 stig og tók 11,7 fráköst að meðaltali í sex leikjum með Keflavíkurliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert