Þórsarar sækja Bandaríkjamann

Þórsarar, sem hér eru í leik gegn Keflavík, hafa byrjað …
Þórsarar, sem hér eru í leik gegn Keflavík, hafa byrjað tímabilið illa. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Körfuknattleikslið Þórs úr Þorlákshöfn hefur samið við nýjan Bandaríkjamann, DJ Balentine að nafni, en hann lék síðast með Den Bosch í Hollandi. Karfan.is skýrir frá þessu.

Balentine er 24 ára gamall bakvörður en fyrir er hjá Þór landi hans Jesse Pellot Rosa sem hefur ekki náð sér á strik að undanförnu. Einar Árni Jóhannsson þjálfari Þórs segir við karfan.is að Pellot Rosa sé ekki leikfær vegna ökklameiðsla en hann hefur leikið meiddur í þremur síðustu leikjum liðsins.

Ekki liggur fyrir hvort Balentine verði kominn fyrir leik Þórs gegn Tindastóli á Sauðárkróki á þriðjudagskvöldið, eða hvort Pellet Rosa verði þá orðinn leikfær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert