Emilía og Elín í landsliðið

Emelía Ósk Gunnarsdóttir á æfingu með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta.
Emelía Ósk Gunnarsdóttir á æfingu með íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta. mbl.is/Haraldur Jónasson

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik mætir Slóvökum í öðrum leik sínum í undankeppni EM í Slóvakíu í dag en íslenska liðið tapaði fyrir Svartfellingum í Laugardalshöllinni um síðustu helgi.

Ívar Ásgrímsson, þjálfari liðsins, hefur gert tvær breytingar á hópnum frá leiknum við Svartfjallaland. Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík, kemur inn í liðið í stað Ragnheiðar Benónísdóttur. Þá kemur Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Val, inn fyrir Rögnu Margréti Brynjarsdóttur, sem kemst ekki með liðinu vegna anna í námi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert