Ísland náði ekki að halda út í Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir og Jelena Dubljevic í leik Íslands og Svartfjallalands.
Helena Sverrisdóttir og Jelena Dubljevic í leik Íslands og Svartfjallalands. mbl.is/Stella Andrea

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði öðrum leik sínum í undankeppni Evrópumótsins 2019 í dag þegar liðið sótti Slóvakíu heim. Eftir jafnan leik lengst af voru það Slóvakar sem unnu 16 stiga sigur 78:62.

Íslenska liðið var yfir eftir fyrsta leikhluta 17:15, en í öðrum leikhlutanum gekk verr og Slóvakar voru fimm stigum yfir í hálfleik 37:32.

Í þriðja leikhlutanum skoraði íslenska liðið fimm þriggja stiga körfur sem vógu þungt þar sem lítið gekk á öðrum vígstöðum og staðan fyrir fjórða og síðasta leikhluta var 57:51 fyrir Slóvakíu.

Íslenska liðið byrjaði fjórða og síðasta leikhluta afleitlega og fékk á sig sjö stig strax í upphafi hans. Liðið komst ekki til baka eftir þetta og þurfti að lokum að játa sig sigrað 77:62. Ísland er því án stiga eftir tvo leiki í riðlinum eftir tap fyrir Svartfjallalandi en Slóvakía var að krækja í sín fyrstu stig eftir tap fyrir Bosníu.

Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 22, Hildur Björg Kjartansdóttir 9, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9, Thelma Dís Ágústsdóttir 8, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 4, Berglind Gunnarsdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 3, Þóra Kristín Jónsdóttir 3.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Slóvakía 77:62 Ísland opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert