Haukar skelltu KR í Vesturbænum

Haukar sigruðu KR, 81:66, í Vesturbænum í 7. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Liðin eru bæði með átta stig eftir leik kvöldsins í 4. – 7. sæti deildarinnar.

Gestirnir komu ákveðnir til leiks í kvöld, spiluðu góða vörn og skoruðu auðveld stig eftir hraðar sóknir. Haukar voru yfir, 22:16, að loknum fyrsta leikhluta.

Þeir hófu annan leikhluta frábærlega og náðu fljótt 17 stiga forskoti. Þá bitu KR-ingar loks frá sér og söxuðu niður forskotið. Haukar voru þó enn með forystu þegar liðin gengu til búningsherbergja að loknum fyrri hálfleik, staðan 42:34.

Líkt og í öðrum leikhluta hófu Haukar þann þriðja frábærlega og virtust á tímabili ætla að stinga KR-inga af. Heimamenn svöruðu fyrir sig og munurinn ekki nema sex stig fyrir lokaleikhlutann, 61:55.

Gestirnir héldu haus í lokaleikhlutanum og tryggðu sér öruggan sigur.

Kári Jónsson var stigahæstur gestanna en hann skoraði 21 stig. Jalen Jenksins skoraði 21 stig fyrir KR.

KR - Haukar 66:81

DHL-höllin, Úrvalsdeild karla, 16. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 5:4, 12:9, 14:17, 16:22, 18:27, 34:41, 34:41, 34:41, 36:46, 41:55, 50:59, 55:61, 57:61, 62:67, 64:74, 66:81.

KR: Jalen Jenkins 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Kristjánsson 15/7 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10/4 fráköst, Darri Hilmarsson 9, Kristófer Acox 6, Orri Hilmarsson 5, Zaccery Alen Carter 2.

Fráköst: 21 í vörn, 3 í sókn.

Haukar: Kári Jónsson 21, Haukur Óskarsson 17, Paul Anthony Jones III 16/9 fráköst, Finnur Atli Magnússon 12/11 fráköst, Breki Gylfason 6, Hjálmar Stefánsson 5/4 fráköst, Emil Barja 4.

Fráköst: 26 í vörn, 4 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Halldór Geir Jensson.

KR 66:81 Haukar opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert