Þór hélt ekki út gegn Stjörnunni

Ingvi Rafn Ingvarsson var stigahæstur Þórsara gegn Stjörnunni en það …
Ingvi Rafn Ingvarsson var stigahæstur Þórsara gegn Stjörnunni en það dugði ekki til. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stjarnan vann spennusigur á Þór frá Akureyri, 92:84, þegar liðin mættust í 7. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld.

Leikurinn var jafn og spennandi lengst af en gestirnir að norðan voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum var 47:37 fyrir Þórsara. Stjarnan saxaði á forskotið í þriðja leikhluta en það var svo í þeim fjórða þar sem vendipunktur leiksins leit dagsins ljós.

Stjarnan fór þá á kostum og skoraði 31 stig gegn aðeins 15 stigum Þórs og Garðbæingar fögnuðu að lokum átta stiga sigri, 92:84.

Collin Anthony Pryor var stigahæstur hjá Stjörnunni með 21 stig en hjá Þór skoraði Ingvi Rafn Ingvarsson 18 stig. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn en Stjarnan hefur nú sex stig en Þórsarar fjögur í þriðja neðsta sæti.

Stjarnan - Þór Ak. 92:84

Ásgarður, Úrvalsdeild karla, 16. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 3:7, 3:14, 11:15, 17:21, 24:26, 32:32, 34:37, 37:47, 40:52, 48:55, 58:63, 61:69, 65:75, 74:77, 84:80, 92:84.

Stjarnan: Collin Anthony Pryor 21/19 fráköst, Róbert Sigurðsson 19, Hlynur Elías Bæringsson 15/17 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 15/4 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 9/4 fráköst, Sherrod Nigel Wright 5, Arnþór Freyr Guðmundsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 3/4 fráköst.

Fráköst: 29 í vörn, 23 í sókn.

Þór Ak.: Ingvi Rafn Ingvarsson 18/5 fráköst, Sindri Davíðsson 15/5 fráköst, Pálmi Geir Jónsson 14/5 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 13, Marques Oliver 12/18 fráköst, Bjarni Rúnar Lárusson 6/4 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 5, Ragnar Ágústsson 1.

Fráköst: 36 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Kristinn Óskarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Sigurbaldur Frímannsson.

Áhorfendur: 205

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert