Tindastóll tyllti sér á toppinn

Helgi Rafn Viggósson og félagar í Tindastóli eru í toppbaráttunni.
Helgi Rafn Viggósson og félagar í Tindastóli eru í toppbaráttunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tindastóll náði tveggja stiga forskoti í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld eftir öruggan sigur á Þór frá Þorlákshöfn, 92:58, þegar liðin mættust á Sauðárkróki í 7. umferð deildarinnar í kvöld. Tap ÍR gerir það að verkum að Stólarnir eru eina liðið með 12 stig á toppnum.

Leikurinn byrjaði jafnt og skiptust liðin á að skora. Eftir rúma mínútu fór Pétur Rúnar Birgisson meiddur af velli í liði Tindastóls og spilaði ekki meira í leiknum, en eftir fyrsta leikhluta var staðan 21:20 fyrir Tindastól.

Annar leikhluti byrjaði eins og sá fyrsti, leikurinn var jafn og liðin skiptust á að skora. Útlit var fyrir skemmtilegan og spennandi leik en Tindastóll var tíu stigum yfir í hálfleik, 48:38. Í þriðja leikhluta settu Tindastólsmenn í sjötta gírinn og skildu andlausa Þórsarana eftir, þar sem gestirnir úr Þorlákshöfn skoruðu einungis fjögur stig í leikhlutanum á móti 21 hjá Stólunum.

Brekkan var orðin heldur brött fyrir Þórsarana en allur fjórði leikhluti eftir og það vita allir að það getur allt gerst í þessari fallegu íþrótt. Þórsararnir neituðu að gefast upp og reyndu eins og þeir gátu að ná fram sigri á móti baráttuglöðum Tindastóls mönnum, en brekkan var of brött og endaði leikurinn með sigri Stólanna, 92:58.

Bæði lið tefldu fram nýjum erlendum leikmönnum og skoraði Brandon Garrett, leikmaður Tindastóls, 13 stig á meðan DJ Balentine skoraði aðeins 2 stig fyrir Þór. Besti maðurinn í liði Þórs var Halldór Garðar Hermannsson með 29 stig og var hann líflegastur i liði gestanna. Í liði Tindastóls voru það Chris Caird og Sigtryggur Arnar Björnsson sem deila þeim titli eftir leikinn, báðir með 20 stig og frábæran leik.

Tindastóll - Þór Þ. 92:58

Sauðárkrókur, Úrvalsdeild karla, 16. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 5:4, 9:9, 17:18, 21:20, 25:22, 31:27, 41:34, 48:38, 54:41, 56:41, 57:41, 69:42, 73:45, 78:47, 85:51, 92:58.

Tindastóll: Sigtryggur Arnar Björnsson 20/6 fráköst, Christopher Caird 20/6 fráköst, Brandon Garrett 13/9 fráköst/3 varin skot, Helgi Rafn Viggósson 13/4 fráköst, Viðar Ágústsson 7, Friðrik Þór Stefánsson 6, Axel Kárason 5/8 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 3.

Fráköst: 33 í vörn, 11 í sókn.

Þór Þ.: Halldór Garðar Hermannsson 29/7 fráköst, Emil Karel Einarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 9/7 fráköst, Davíð Arnar Ágústsson 4, Benedikt Þorvaldur G. Hjarðar 2, Magnús Breki Þórðason 2, DJ Balentine II 2.

Fráköst: 20 í vörn, 2 í sókn.

Dómarar: Davíð Tómas Tómasson, Ísak Ernir Kristinsson, Friðrik Árnason.

Áhorfendur: 451.

Tindastóll 92:58 Þór Þ. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert