Valur stöðvaði sigurgöngu ÍR

Nýliðar Vals stöðvuðu sigurgöngu ÍR á heimavelli með 90:76 sigri í 7. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í Hertz-hellinum í kvöld. ÍR hefur farið frábærlega af stað í vetur og hafði aðeins tapað gegn Íslandsmeisturum KR og unnið rest í deildinni fyrir leik kvöldsins.

ÍR-ingar voru að leitast eftir sínum tíunda heimasigri í röð í deildinni með sína öflugu stuðningssveit á bak við sig en þeir byrjuðu leikinn afar illa. Heimamönnum gekk afar illa sóknarlega á meðan hinn öflugi Urald King var allt í öllu í leik nýliðanna frá Hlíðarenda. King endaði leikinn með 31 stig og 14 fráköst.

Staðan var ansi vænleg fyrir gestina eftir fyrri hálfleikinn, 33:54, en heimamenn blésu nokkuð byrlega til sóknar í þeim síðari og söxuðu smátt og smátt á forskot Valsara. Eftir þriðja leikhluta var munurinn 13 stig og í þeim fjórða skiptust liðin á að eiga rispur. ÍR-ingar voru nokkrum sinnum ansi nálægt og var Ryan Taylor þeirra helsti maður með 29 stig og 14 fráköst en alltaf tókst gestunum að svara og vann Valur að lokum sanngjarnan sigur.

Með sigrinum skella Valsarar sér í sex stig en eru áfram í 8. sætinu á meðan ÍR-ingar missa toppsætið til Tindastóls.

ÍR - Valur 76:90

Hertz Hellirinn - Seljaskóli, Úrvalsdeild karla, 16. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 6:3, 8:13, 12:23, 15:32, 17:37, 23:41, 28:50, 33:54, 39:58, 41:65, 52:66, 56:67, 62:71, 64:80, 73:82, 76:90.

ÍR: Ryan Taylor 29/14 fráköst/6 varin skot, Danero Thomas 14/7 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 12, Kristinn Marinósson 8, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 7, Sæþór Elmar Kristjánsson 4/6 stolnir, Hákon Örn Hjálmarsson 2.

Fráköst: 23 í vörn, 8 í sókn.

Valur: Urald King 31/14 fráköst, Austin Magnus Bracey 19/8 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 13, Illugi Steingrímsson 8/7 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8/5 fráköst, Birgir Björn Pétursson 4/5 fráköst, Elías Kristjánsson 3, Benedikt Blöndal 2/5 fráköst, Gunnar Ingi Harðarson 2.

Fráköst: 35 í vörn, 15 í sókn.

Dómarar: Leifur S. Gardarsson, Einar Þór Skarphéðinsson, Gunnlaugur Briem.

ÍR 76:90 Valur opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert