Njarðvík skellti grönnum sínum

Oddur Rúnar Kristjánsson var stigahæstur hjá Njarðvík í kvöld.
Oddur Rúnar Kristjánsson var stigahæstur hjá Njarðvík í kvöld. mbl.is/Golli

Njarðvík hrósaði sigri í lokaleik 7. umferðar Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld þegar grannar þeirra úr Grindavík komu í heimsókn. Njarðvíkingar unnu 22 stiga sigur 97:75.

Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi, en staðan að honum loknum var 46:44 fyrir gestina úr Grindavík. Þeir skoruðu hins vegar aðeins 14 stig gegn 30 í þriðja leikhluta og misstu dampinn enn frekar í fjórða leikhluta. Eftirleikurinn var því auðveldur fyrir Njarðvík sem vann 97:75.

Munurinn á liðunum lá fyrst og fremst í þriggja stiga nýtingu, en Njarðvík hitti úr 12 af 19 skotum sínum sem gerir 63% nýtingu á meðan Grindavík hitti úr 17% sinna skota þrátt fyrir að vera með mikið mun fleiri sóknarfráköst.

Oddur Rúnar Kristjánsson var stigahæstur hjá Njarðvík með 22 stig af bekknum, en liðið er nú með 10 stig eins og Keflavík og ÍR og situr tveimur stigum á eftir toppliði Tindastóls. Grindavík er með 8 stig, en stigahæstur þeirra var Ólafur Ólafsson með 19 stig.

<b>Njarðvík - Grindavík 97:75</b>

Njarðvík, Úrvalsdeild karla, 17. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 7:2, 14:8, 17:14,

<span> </span><b>27:24</b>

, 33:29, 37:33, 42:40,

<span> </span><b>44:48</b>

, 47:52, 59:54, 71:56,

<span> </span><b>74:62</b>

, 84:62, 87:64, 92:71,

<span> </span><b>97:75</b>

.

<b>Njarðvík</b>

: Oddur Rúnar Kristjánsson 22, Terrell Vinson 19/7 fráköst, Logi Gunnarsson 12, Maciek Stanislav Baginski 12/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 9, Ragnar Agust Nathanaelsson 6/5 fráköst/3 varin skot, Ragnar Helgi Friðriksson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 5/4 fráköst, Gabríel Sindri Möller 4, Brynjar Þór Guðnason 2.

<b>Fráköst</b>

: 26 í vörn, 5 í sókn.

<b>Grindavík</b>

: Ólafur Ólafsson 19/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 13, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12/13 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10, Ingvi Þór Guðmundsson 9/6 fráköst/6 stoðsendingar, Rashad Whack 7/4 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 3, Hinrik Guðbjartsson 2.

<b>Fráköst</b>

: 20 í vörn, 17 í sókn.

<b>Dómarar</b>

: Leifur S. Gardarsson, Kristinn Óskarsson, Davíð Tómas Tómasson.

<b>Áhorfendur</b>

: 843

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert