Valur er lið umferðarinnar

Kári Jónsson hefur hleypt lífi í Haukaliðið sem vann útisigur …
Kári Jónsson hefur hleypt lífi í Haukaliðið sem vann útisigur á KR. mbl.is/Styrmir Kári

Ég gerði lok félagaskiptagluggans að umtalsefni í síðasta pistli og má segja að lokadagur gluggans hafi verið nokkuð áhugaverður. Engir íslenskir leikmenn færðu sig um set en nokkur lið gerðu breytingu á sínum hópi með því annað hvort að skipta um Kana eða bæta við öðrum.

Þessi sjöunda umferð var því áhugaverð því þessir nýju leikmenn komu á leikdegi eða daginn áður og náðu einni æfingu. Allir fóru þeir rólega af stað og er það mjög eðlilegt. Þeir Zach Carter, KR, og DJ Valentine, Þór Þ., voru t.d. með neikvætt framlag en allir leikmenn þurfa sinn aðlögunartíma.

Þá kom tilkynning frá KKÍ um að eftir tímabilið yrði 4+1-reglan afnumin og opið yrði fyrir leikmenn frá löndum sem eru innan Evrópska efnahagssvæðisins. Það breytir landslaginu töluvert í körfunni og spurning hvað körfuknattleikshreyfingin gerir í framhaldinu. Það er augljóst að þriggja ára reglan hlýtur að detta út en núna mega erlendir leikmenn spila sem Íslendingar ef þeir hafa haft lögheimili á landinu í þrjú ár. Þá er spurning hvort eigi að leyfa áfram einn Kana eða hvort það verði eingöngu leikmenn innan EES.

Benedikt Guðmundsson er körfuboltasérfræðingur Morgunblaðsins og greinina í heild er að finna í blaðinu í dag ásamt ýmsu fleiru um sjöundu umferðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert