Hlynur fór á kostum gegn Grindavík

Hlynur Bæringsson fór á kostum.
Hlynur Bæringsson fór á kostum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Stjarnan vann Grindavík þegar liðin áttust við í Ásgarði í 8. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik, 88:78, en slæm byrjun gestanna gerði útslagið.

Grindvíkingar byrjuðu leikinn hreint afleitlega og skoruðu aðeins átta stig í fyrsta leikhlutanum gegn 22 frá Stjörnunni. Grindvíkingar vöknuðu í öðrum leikhluta en voru engu að síður tuttugu stigum undir í hálfleik, 48:28.

Í þriðja leikhluta náðu Grindvíkingar að minnka muninn um ellefu stig í viðbót og hleypa spennu í leikinn, en Garðbæingar brotnuðu ekki og unnu að lokum tíu stiga sigur, 88:78.

Hlynur Bæringsson fór á kostum hjá Stjörnunni, var stigahæstur með 23 stig og tók þar að auki 19 fráköst. Tómas Þórður Hilmarsson fagnaði landsliðssætinu sem hann fékk fyrr í dag með því að skora 11 stig og taka 15 fráköst. Hjá Grindavík skoraði Rashad Whack 29 stig.

Stjarnan er nú með átta stig og jafnaði Grindvíkinga að stigum um miðja deild.

<b>Grindavík - Stjarnan 78:88</b>

Mustad höllin, Úrvalsdeild karla, 19. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 2:5, 2:12, 5:19,

<span> </span><b>8:22</b>

, 8:30, 17:37, 22:39,

<span> </span><b>28:48</b>

, 41:51, 43:53, 46:58,

<span> </span><b>59:66</b>

, 59:73, 64:73, 73:77,

<span> </span><b>78:88</b>

.

<b>Grindavík</b>

: Rashad Whack 29/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 19, Ólafur Ólafsson 14/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 8/7 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 7, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 1/11 fráköst.

<b>Fráköst</b>

: 26 í vörn, 7 í sókn.

<b>Stjarnan</b>

: Hlynur Elías Bæringsson 23/19 fráköst, Sherrod Nigel Wright 14, Eysteinn Bjarni Ævarsson 14, Tómas Þórður Hilmarsson 11/15 fráköst, Róbert Sigurðsson 9, Collin Anthony Pryor 8, Arnþór Freyr Guðmundsson 7/4 fráköst, Marvin Valdimarsson 2.

<b>Fráköst</b>

: 41 í vörn, 10 í sókn.

<b>Dómarar</b>

: Davíð Tómas Tómasson, Rögnvaldur Hreiðarsson, Jón Guðmundsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert