KR-ingar höfðu betur í Keflavík

Darri Hilmarsson sækir að körfu Keflvíkinga.
Darri Hilmarsson sækir að körfu Keflvíkinga. mbl.is/Árni Sæberg

Keflavík tók á móti Íslands- og bikarmeisturum KR í 8. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í TM-höllinni í kvöld og unnu gestirnir öruggan sigur 102:85.

Bandaríkjamaðurinn Stanley Earl Robinson var að byrja sinn fyrsta leik fyrir Keflavík og hann fór vel af stað ásamt liðinu öllu en Keflvíkingar skoruðu fyrstu átta stig kvöldsins og voru 27:22 yfir eftir fyrsta leikhluta. Meistararnir vöknuðu þó til lífsins eftir þetta og sneru taflinu við. KR-ingar áttu 13 sóknarfráköst í fyrri hálfleik og 29 fráköst í heildina gegn 14 hjá Keflavík og þar lá helsti munurinn á liðunum en staðan var 47:56 í hálfleik, KR í vil. Jalen Jenkins bar af inni á vellinum í fyrri hálfleik og þá sérstaklega sóknarlega en hann var með 17 stig og átta fráköst fyrir hlé.

KR-ingar, sem hafa farið nokkuð illa af stað í vetur og höfðu tapað síðustu tveimur leikjum sínum, voru án nokkurra leikmanna í kvöld eins og fyrirliðans Brynjars Þórs Björnssonar og þeir voru ekki upp á sitt besta í kvöld. Þriðji leikhlutinn var gæðalítill en báðum liðum gekk afar illa að skora. KR-ingar héldu þó heimamönnum ávallt í skefjum og voru áfram með forystu fyrir lokaleikhlutann, 65:74.

Allur vindur virtist vera farinn úr seglum heimamanna sem hófu fjórða leikhlutann illa. KR-ingar juku forystu sína smátt og smátt en stigahæstu menn liðsins voru Jalen Jenkins með 20 stig og Orri Hilmarsson með 18.

Með sigrinum fara KR-ingar í átta stig og lyfta sér upp um tvö sæti eða í það fimmta. Með tapinu missir Keflavík annað sætið en þeir voru langt frá sínu besta í kvöld.

<b>Keflavík - KR 85:102</b>

TM höllin, Úrvalsdeild karla, 19. nóvember 2017.

Gangur leiksins:: 8:3, 18:11, 27:18,

<span> </span><b>27:22</b>

, 29:31, 39:39, 41:48,

<span> </span><b>47:56</b>

, 49:56, 53:62, 60:68,

<span> </span><b>65:74</b>

, 70:82, 75:90, 80:101,

<span> </span><b>85:102</b>

.

<b>Keflavík</b>

: Stanley Earl Robinson 17/9 fráköst, Guðmundur Jónsson 14, Ragnar Örn Bragason 14, Reggie Dupree 12, Hilmar Pétursson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 7/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 5, Daði Lár Jónsson 5, Ágúst Orrason 2.

<b>Fráköst</b>

: 16 í vörn, 9 í sókn.

<b>KR</b>

: Jalen Jenkins 20/12 fráköst, Darri Hilmarsson 18/4 fráköst/6 stoðsendingar, Kristófer Acox 16/9 fráköst, Björn Kristjánsson 13/4 fráköst, Zaccery Alen Carter 12, Sigurður Á. Þorvaldsson 9/7 fráköst, Andrés Ísak Hlynsson 8, Orri Hilmarsson 6.

<b>Fráköst</b>

: 29 í vörn, 14 í sókn.

<b>Dómarar</b>

: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Gardarsson, Johann Gudmundsson.

Keflavík 85:102 KR opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert