Irving í fótspor Larry Bird eftir stórleik

Kyrie Irving er að eiga frábær tímabil.
Kyrie Irving er að eiga frábær tímabil. AFP

Ekkert lát er á sigurgöngu Boston Celtics í NBA-deildinni í körfuknattleik, en liðið vann í nótt sinn 16. leik í röð þar sem Kyrie Irving fór enn á ný á kostum.

Boston vann Dallas Mavericks eftir framlengingu í nótt, 110:102, þar sem Irving skoraði hvorki meira né minna en 47 stig. Hann er fyrsti leikmaður Boston sem skorar meira en 45 stig með 70% skotnýtingu síðan Larry Bird, einn þekktasti körfuknattleiksmaður sögunnar, var að spila en hann var með Boston á árunum 1979-1992.

Boston er á toppi austurdeildarinnar, en eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð í upphafi tímabils hefur liðið unnið 16 í röð eins og fyrr segir. Liðið er með besta árangur allra liða í deildinni.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Charlotte Hornets – Minnesota Timberwolves 118:102
Detroit Pistons – Cleveland Cavaliers 88:116
Orlando Magic – Indiana Pacers 97:105
Philadelphia 76ers – Utah Jazz 107:86
New York Knicks – Los Angeles Clippers 107:85
Memphis Grizzlies – Portland Trail Blazers 92:100
Milwaukee Bucks – Washington Wizards 88:99
New Orleans Pelicans – Oklahoma City Thunder 114:107
Dallas Mavericks – Boston Celtics 102:110
San Antonio Spurs – Atlanta Hawks 96:85
Sacramento Kings – Denver Nuggets 98:114

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert