Keflavík knúði fram sigur

Keflvíkingurinn Brittanny Dinkins með boltann í leiknum í kvöld en ...
Keflvíkingurinn Brittanny Dinkins með boltann í leiknum í kvöld en Sara Diljá Sigurðardóttir er til varnar. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Keflavík hafði sigur í kvöld gegn Snæfell í Dominos-deild kvenna þegar liðin mættust í Keflavík. 100:91 varð lokastaða kvöldsins en Keflavík var tveimur stigum yfir í hálfleik.

Leikurinn í heild sinni var fremur daufur að öllu leyti. Snæfell mætti aðeins með 7 leikmenn í kvöld og mögulega hefur það ýtt undir hálfgert vanmat heimaliðsins. Það var því ekki fyrr en á lokasprettinum sem Íslandsmeistararnir sigldu sigrinum í land en höfðu svo sannarlega fyrir því. 

Kristen Denise McCarthy leiddi Snæfell með heil 50 stig eða ríflega helming stiga Snæfells en hjá Keflavík var Brittanny Dinkins með 35 stig. 

Gangur leiksins: 4:4, 13:9, 19:21, 26:23, 28:27, 36:33, 43:40, 49:47, 56:53, 63:60, 69:65, 75:75, 79:79, 86:83, 94:89, 100:91.

Keflavík: Brittanny Dinkins 35/12 fráköst/13 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 27/12 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 22, Þóranna Kika Hodge-Carr 6, Birna Valgerður Benónýsdóttir 4, Irena Sól Jónsdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 2, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2.

Fráköst: 25 í vörn, 8 í sókn.

Snæfell: Kristen Denise McCarthy 50/6 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 17/8 fráköst, Anna Soffía Lárusdóttir 10, Sara Diljá Sigurðardóttir 8/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 4, Júlía Scheving Steindórsdóttir 2/6 fráköst.

Fráköst: 20 í vörn, 11 í sókn.

Dómarar: Rögnvaldur Hreiðarsson, Jóhannes Páll Friðriksson, Georgia Olga Kristiansen.

Áhorfendur: 100.

Keflavík 100:91 Snæfell opna loka
99. mín. skorar
mbl.is