Rennur stóra stund Stóla upp í vor?

Æskuvinirnir Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson.
Æskuvinirnir Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson. mbl.is/Golli

Tindastóll trónir á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta nú á meðan á landsleikjahléinu stendur. Sú staða er verðskulduð og allt virðist til staðar í „Síkinu“ á Sauðárkróki til þess að liðið stígi í vetur skrefið stóra sem beðið hefur verið eftir lengi í bænum – vinni fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins.

„Við höfum verið að spila mjög vel. Það er góð stígandi í þessu viku eftir viku hjá okkur. Það var smáhiksti í þessu hjá okkur í fyrsta leik, og við vorum mjög lengi í gang í öðrum leik, en síðan þá höfum við verið að bæta okkur nánast með hverri æfingu. Við erum á réttri leið,“ segir Pétur Rúnar Birgisson, sem 21 árs gamall hefur engu að síður verið lykilmaður í liði Tindastóls síðustu ár og einn albesti ungi leikmaður landsins.

Pétur er einn af mörgum leikmönnum liðsins nú sem hafa stórt Tindastólshjarta og þrá líklega fátt heitar en að færa félaginu verðlaunagrip. Æskuvinur hans, Viðar Ágústsson, „gömlu brýnin“ Helgi Freyr Margeirsson og Helgi Rafn Viggósson, og landsliðsmennirnir sem snúnir eru heim, Sigtryggur Arnar Björnsson og Axel Kárason, eru þar á meðal. Leikmannahópurinn er líklega betri en nokkru sinn fyrr, og spænski þjálfarinn Israel Martin þykir afar klókur og hefur lært vel á íslenska boltann síðan hann kom fyrst á Krókinn sumarið 2014. En þó að útlitið sé gott núna þá vita Tindastólsmenn líka að áföllin geta dunið á þegar síst skyldi.

Ítarleg umfjöllun um körfuknattleikslið Tindastóls má finna í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert