„Meiri drifkraft vantaði í fjórða leikhluta“

Kristófer Acox
Kristófer Acox mbl.is/Golli

„Það vantaði aðeins meiri drifkraft í fjórða leikhluta því þá var þetta ennþá leikur,“ sagði framherjinn kraftmikli, Kristófer Acox, þegar mbl.is ræddi við hann eftir tapleikinn gegn Tékklandi í undankeppni HM í körfubolta. 

Tékkar voru yfir 39:30 að loknum fyrri hálfleik. Ísland minnkaði niður í sex stig í 3. leikhluta og niður í sjö stig strax í upphafi síðasta leikhlutans. Þá stungu Tékkar hins vegar og lönduðu tuttugu stiga sigri 89:69. 

„Þá vorum við ennþá inni í leiknum og vildum reyna að stela sigrinum. Við lentum þá á smá vegg þar sem þeir fengu margar auðveldar körfur. Miklar breytingar voru á okkar liði frá því á EM og við fengum fáar æfingar saman. Ýmsar varnarfærslur klikkuðu því þegar við þurftum á góðri vörn að halda,“ sagði Kristófer. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert