KR enn taplaust á toppnum

Ekkert lát er á sigurgöngu kvennaliðs KR í körfuknattleik, en liðið er á toppi 1. deildarinnar með fullt hús eftir sjö leiki eftir útisigur á Hamri í gærkvöldi, 82:44.

Perla Jóhannsdóttir skoraði 15 stig fyrir KR sem var yfir í hálfleik 52:23, en hjá Hamri skoraði Þórunn Bjarnadóttir 9 stig. KR er með 14 stig eftir sjö leiki með tveggja stiga forskot á Grindavík, en Hamar hefur unnið einn af fyrstu níu leikjum sínum.

Í 1. deild karla tapaði ÍA sínum áttunda leik í röð þegar Fjölnir hafði betur á Akranesi 86:99. Samuel Prescott Jr. fór á kostum með Fjölni og skoraði 43 stig, en hjá ÍA skoraði Marcus Levi Dewberry 31 stig. ÍA er á botninum án stiga en Fjölnir er í sjötta sæti með 10 stig eftir níu leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert