Boston Celtics aftur á sigurbraut

Kyrie Irving var stigahæstur hjá Boston í nótt.
Kyrie Irving var stigahæstur hjá Boston í nótt. AFP

Eftir að hafa tapað fyrir neðsta liði Austurdeildarinnar í síðasta leik komst topplið Boston Celtics aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt þegar liðið vann Denver Nuggets 124:118.

Kyrie Irving skoraði 33 stig fyrir Boston, sem hefur unnið 24 af 30 leikjum sínum til þessa á tímabilinu. Topplið Vesturdeildarinnar, Houston Rockets, vann svo sinn 11. leik í röð þegar liðið vann Charlotte Hornets 108:96. Chris Paul skoraði 31 stig og gaf 11 stoðsendingar fyrir Houston, sem hefur unnið 22 af 26 leikjum sínum.

Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Indiana Pacers – Oklahoma City Thunder 95:100
Orlando Magic – Los Angeles Clippers 95:106
Washington Wizards – Memphis Grizzlies 93:87
Boston Celtics – Denver Nuggets 124:118
Miami Heat – Portland Trail Blazers 95:102
Chicago Bulls – Utah Jazz 103:100
New Orleans Pelicans – Milwaukee Bucks 115:108
Phoenix Suns – Toronto Raptors 109:115
Houston Rockets – Charlotte Hornets 108:96

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert