„LeBron sá besti í heimi núna“

Lonzo Ball ræðir við LeBron James í nótt.
Lonzo Ball ræðir við LeBron James í nótt. AFP

LeBron James náði sinni 59. þreföldu tvennu á ferlinum, setti niður 25 stig, tók 12 fráköst og átti 12 stoðsendingar í sigri Cleveland á LA Lakers í NBA-deildinni í körfuknattleik en fimm leikir fóru fram í nótt.

LeBron jafnaði þar með Larry Bird sem er í sjötta sæti á lista þeirra sem náð hafa flestum þreföldum tvennum í sögu deildarinnar.

„Ég myndi segja að hann væri besti leikmaður í heimi núna,“ sagði hinn tvítugi Lonzo Ball, leikmaður LA Lakers eftir leik í gær.

Kevin Durant fór mikinn með liði Golden State Warriors sem lagði Dallas Mavericks, 112:97. Durant setti niður 35 stig, tók 11 fráköst og átti sjö stoðsendingar. Klay Thompson var einnig öflugur fyrir liðið með 25 stig. Sigur Warriors var þeirra áttundi í röð.

Karl Anthony Towns setti niður 30 stig og átti 14 stoðsendingar fyrir Minnesota sem vann Sacramento 119:96. Jimmy Butler setti niður 21 stig og átti að auki níu stoðendingar.

Kristaps Porzingis fór af velli meiddur í fyrri hálfeik hjá New York Knicks sem vann Brooklyn Nets, 111:104. Courney Lee setti niður 18 stig af 27 stigum sínum í síðari hálfleik og Michael Beasly 15 af sínum 19 sem tryggði liðinu sigurinn.

Þá setti Andre Drummond niður 12 stig, átti 19 fráköst  og níu stoðsendingar fyrir Detroit sem vann Atlanta Hawks, 105:91.

Úrslit næturinnar:

91:105 Atlanta Hawks - Detroit Pistons
104:111 Brooklyn Nets - New York Knicks
121:112 Cleveland Cavaliers - LA Lakers
119:96 Minnesota Timberwolves - Sacramento Kings
112:97 Golden State Warriors - Dallas Mavericks

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert