Haukur vann en Martin tapaði

Haukur Helgi Pálsson.
Haukur Helgi Pálsson. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Cholet lyftu sér upp í 10. sæti frönsku A-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld með góðum sigri en Martin Hermannsson mátti þola ósigur með Chalons-Reims.

Cholet vann Gravelines-Dunkerque í hörkuleik á heimavelli, 77:74. Haukur skoraði 6 stig fyrir Cholet, tók 2 fráköst og átti 2 stoðsendingar en hann lék í 27 mínútur. Cholet hefur unnið sex af þrettán leikjum sínum og er í 10. sæti af 18 liðum.

Chalons-Reims heimsótti Levallois og tapaði 94:84. Martin skoraði 11 stig, átti 7 stoðsendingar og tók 6 fráköst en hann lék langmest allra leikmanna Chalons-Reims, eða í 37 mínútur af 40.

Þetta var áttunda tap Chalons-Reims í fyrstu 13 umferðunum og liðið er í fimmtánda sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert