Hörður Axel á heimleið?

Hörður Axel Vilhjálmsson í leik með Keflavík í vor.
Hörður Axel Vilhjálmsson í leik með Keflavík í vor. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, gæti verið á heimleið úr atvinnumennsku og gengið í raðir Keflavíkur á nýjan leik.

Þetta kemur fram á Vísi, en Hörður Axel er á mála hjá liði Astana í Kasakstan og samkvæmt frétt miðilsins vill hann losna þaðan. Hann samdi við félagið í sumar, en Hörður Axel lék með Kefla­vík stærst­an hluta síðasta tíma­bils, hóf það reynd­ar í Belg­íu og lék svo með Ferr­ara á Ítal­íu eft­ir að Kefl­vík­ing­ar féllu út í úr­slita­keppn­inni í vor.

Hörður Axel er öll­um hnút­um kunn­ug­ur hjá Kefla­vík. Hann gekk til liðs við fé­lagið 2008 og átti þar góðan fer­il þar til hann hélt til Evr­ópu í at­vinnu­mennsku 2011. Erlendis hefur hann leikið í Þýskalandi, Grikklandi, Belgíu, Spáni, Tékklandi, Ítalíu og Kasakstan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert