LeBron og Cleveland á siglingu

LeBron James var með enn eina þrefalda tvennuna.
LeBron James var með enn eina þrefalda tvennuna. AFP

Cleveland Cavaliers er á mikilli siglingu í NBA-deildinni en liðið vann Washington, 106:99, í nótt og hefur unnið 18 af síðustu 19 leikjum sínum.

LeBron James var með sína fjórðu þreföldu tvennu í síðustu fimm leikjum en hann skoraði 20 stig, tók 12 fráköst og gaf 15 stoðsendingar í liði Cleveland en Kevin Love var stigahæstur í liðinu með 25 stig. Bradley Beal var atkvæðamestur í liði Washington með 27 stig.

Detroit Pistons bauð upp á þriggja stiga skotsýningu í sigri liðsins á móti Orlando Magic. Detroit skoraði 17 stiga þriggja körfur í leiknum en stigahæstur í liði Detroit var Reggie Bullock með 20 stig. Mario Hezonja skoraði 28 stig fyrir Orlando sem hefur tapað fimm leikjum í röð.

Úrslitin í nótt:

Brooklyn - Indiana 97:109
Washington - Cleveland 99:106
Detroit - Orlando 114:110
Toronto - Sacramento 108:93


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert