Óli Stefán Flóventsson til Grindavíkur

Óli Stefán í baráttu við leikmann Víkings fyrir nokkrum árum.
Óli Stefán í baráttu við leikmann Víkings fyrir nokkrum árum. Ljósmynd/ Árni Torfason

Óli Stefán Flóventsson, knattspyrnumaður með 2. deildarliðinu Vard Haugasund í Noregi, snýr aftur til síns gamla félags, Grindavíkur, þegar félagsskiptaglugginn opnar þann 15. júlí næstkomandi. Verður hann góður liðsstyrkur fyrir Grindavík, en Marko Valdimar Stefánsson er frá vegna vinnuslyss og Bogi Rafn Einarsson er á leið til Bandaríkjanna í nám.

Óli Stefán er leikjahæsti maður Grindavíkur frá upphafi í efstu deild, með 183 leiki og 32 mörk og ljóst að þessi 34 ára fyrrum fyrirliði Grindavíkur verður mikill styrkur í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert