Breiðablik Íslandsmeistari

Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna.
Breiðablik varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Breiðablik tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna þegar liðið sigraði ÍA, 5:1, í næst síðustu umferð Landsbankadeildarinnar. Blikar eru með 37 stig, fjórum meira en Valur sem lagði FH í Kaplakrika, 2:0. ÍBV er í þriðja sætinu með 24 stig en Eyjakonur gerðu góða ferð í vesturbæinn og lögðu KR, 3:1.

Þá vann Stjarnan góðan sigur á Keflavík, 2:1, og komst þar með upp fyrir FH í þriðja neðsta sæti deildarinnar. FH hefur 10 stig en Stjarnan 12 en liðið sem verður í næst neðsta sætinu þarf að spila aukaleiki um að halda sæti sínu í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert