Íbúar í Árbæ hræddir við mótorhjólatöffara

Íbúar í Árbæ eru áhyggjufullir vegna opnunar mótorhjólaverslunar í miðju íbúahverfi og telja þeir að mótorhjólatöffarar muni gera kúnstir í hverfinu. Forsvarsmenn verslunarinnar eru þessu ósammála og segja íbúana gera úlfalda úr mýflugu.

Samkvæmt heimildum vefsins er það KTM umboðið sem mun opna í Rofabæ en þeir eru núna staðsettir að Nethyl 1. Ekki er talið að þetta muni hafa áhrif á opnun verslunarinnar þar sem engar lagalegar forsendur geta komið í veg fyrir opnun verslunarinnar. Íbúar telja að með komu KTM í Rofabæinn muni hraðakstur og hávaðamengun stóraukast og hafa þeir miklar áhyggjur af börnum sínum. Íbúar á svæðinu geta höfðað einkamál fyrir dómstólum á grundvelli óskráðra grenndarreglna en ekki liggur fyrir hvað þeir gera að svo stöddu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert