24 stúlkur á ráslínu

Stelpurnar á botngjöf eftir að búið var að ræsa þær …
Stelpurnar á botngjöf eftir að búið var að ræsa þær af startlínu. mbl.is/Sverrir Jónsson

Það voru margir sem ráku upp stór augu á Álfsnesi um helgina þegar 24 stúlkur röðuðu sér upp ráslínu og gerðu sig klárar í ræsingu. Mikið var barist og þá sérstaklega á milli Karenar Arnardóttur og Stacey Marie Fisher frá Bretlandi.

Keppt var í tveimur stúlknaflokkum um helgina, annarsvegar 85cc flokk kvenna og hinsvegar opnum kvennaflokki. Í 85cc flokknum stóð undrabarnið Stacey Marie Fisher uppi sem sigurvegari eftir meistaraakstur, í öðru sæti endaði Bryndís Einarsdóttir og þriðja var Margrét Mjöll Sverrisdóttir.Í opna flokknum stóð Karen Arnardóttir uppi sem sigurvegari, Sandra Júlíusdóttir var önnur og Aníta Hauksdóttir þriðja. Þrátt fyrir erfiða braut sýndu stúlkurnar allar meistaraakstur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert