Motocrossbraut samþykkt í Mosfellsbæ

Stefnt er að því að gera flottustu braut landsins í …
Stefnt er að því að gera flottustu braut landsins í Mosfellsbænum. mbl.is/

Bæjarfélag Mosfellsbæjar hefur samþykkt beiðni frá MotoMos um svæði fyrir motocrossbraut innan Mosfellsbæjar. Svæðið sem um ræðir heitir Tungumelir og er staðsett rétt utan við Mosfellsbæ. Íþróttafélagið MotoMos mun sjá um uppsettningu brautar á svæðinu.

Brautarnefnd hefur verið stofnuð innan félagsins en hana skipa: Valdimar Þórðarson, Gunnlaugur Karlsson, Ásgeir Elíasson, Sævar Eiríksson, Kjartan Gunnarsson, Friðgeir Óli Guðnason. Hugmyndavinna um brautina er hafin og vonast verður til að hægt sé að byrja á henni á næstu mánuðum.

„Við erum að vonum ánægðir með aðstöðuna, þetta er eitthvað sem við erum búnir að vera að bíða eftir í langan tíma,“ sagði Valdimar Þórðarson einn meðlima klúbbsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert