Brunum yfir Rússana

Ólafur er tilbúinn að mæta Rússum á sunnudaginn.
Ólafur er tilbúinn að mæta Rússum á sunnudaginn. mbl.is/Brynjar Gauti

Ólafur Stefánsson tekur þátt í Ólympíuleikum í annað sinn en hann er að eigin sögn vel stemmdur fyrir átökin í erfiðum riðli í handboltakeppninni í Peking.

Í Aþenu fyrir fjórum árum endaði Ísland í 9. sæti, liðið vann aðeins Slóveníu í riðlakeppninni en tapaði gegn Rússum, Spánverjum, Suður-Kóreu og Króatíu og vann loks Brasilíu í leik um níunda sætið.

„Þetta lítur allt saman ágætlega út fyrir okkur sem keppendur á þessum leikum. Það eru 400.000 sjálfboðaliðar við vinnu og það á eflaust ekki neitt eftir að fara úrskeiðis hjá Kínverjunum. Framhliðin er fín og flott hjá þeim en við vitum ekkert hvað blundar þarna á bak við í pólitíkinni og maður reynir bara að gleyma því,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður um hvernig hann upplifði fyrstu dagana í Kína. Ólafur segir í Morgunblaðinu í dag að íslenska liðið eigi að „bruna yfir Rússana“á sunnudaginn. Það er meira í Mogganum í dag.  
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert