Jafntefli gegn Danmörku

Ásgeir Örn Hallgrímsson vippar yfir Kasper Hvidt í marki Dana …
Ásgeir Örn Hallgrímsson vippar yfir Kasper Hvidt í marki Dana í fyrri hálfleik. mbl.is/Brynjar Gauti

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik náði á ótrúlegan hátt að knýja framjafntefli gegn Evrópumeisturum Dana, 32:32 í B-riðli á Ólympíuleikunum nú rétt í þessu. Hálfleikstölur voru 18:17 fyrir Danmörku. Var leikurinn í heild sinni hnífjafn og skiptust liðin á að hafa yfir. Logi Geirsson fékk rautt spjald í síðari hálfleik og dró það nokkuð úr íslenska liðinu rétt á eftir. Það kom þó ekki að sök og náði Snorri Steinn Guðjónsson að tryggja Íslandi jafntefli þegar hann skoraði úr vítakasti þegar einungis fjórar sekúndur voru eftir á leikklukkunni. Niðurstaðan, 32:32.

Ísland er þá komið með 5 stig og er ljóst að íslenska liðið er komið í 8-liða úrslit á Ólympíuleikunum. Næsti leikur Íslands og sá síðasti í riðlakeppninni er gegn Egyptalandi og verður hann leikinn aðfaranótt mánudags klukkann 1:00 á íslenskum tíma.

Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Ólafur Stefánsson 5, Arnór Atlason 4, Alexander Petersson 3, Róbert Gunnarsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Sigfús Sigurðsson 1. Þá varði Hreiðar Levy Guðmundsson vel í marki Íslands í síðari hálfleik.

Fylgst var með í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Úr leik Íslands og Danmerkur í Peking.
Úr leik Íslands og Danmerkur í Peking. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is/Brynjar Gauti
Ísland ÓL 2008 32:32 Danmörk opna loka
60. mín. Mikkel Hansen (Danmörk) skoraði mark
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert