Óhræddir og fullir tilhlökkunar

Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson fagna marki í leik …
Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson fagna marki í leik á Ólympíuleikunum. Brynjar Gauti

„Styrkleikar spænska liðsins eru stórir línumenn, sterkar skyttur, frábærar skyttur og góðir hornamenn. Gleymdi ég einhverju?“ sagði Róbert Gunnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handknattleik, þegar hann var spurður að því hver helsti styrkleiki spænska landsliðsins væri fyrir undanúrslitaleik Íslands og Spánar sem fram fer í dag á Ólympíuleikunum í Peking.

„Ég veit það ekki, þeir eru hrikalega gott lið, en við hljótum að vera góðir líka. Við erum komnir í undanúrslit á Ólympíuleikum og þar eru bara góð lið,“ sagði Róbert en hann er mjög bjartsýnn fyrir leikinn gegn Spánverjum.

„Það getur vel verið að einhverjum þyki við vera hrokafullir og montnir. Það eru bara stórlið eftir í þessari keppni og við verðum bara að setja okkur á sama stall og þau. Við mætum bara óhræddir í þetta og við hlökkum til. Það hjálpar okkur að hafa leikið fimm vináttuleiki gegn þeim á undanförnum mánuðum. Mér finnst við eiga góða möguleika gegn þeim.“

Ítarlegra viðtal við Róbert má finna í íþróttablaði Mogunblaðsins sem kom út í morgun.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert