Guðjón, Snorri og Ólafur í úrvalsliði Ólympíuleikanna

Snorri Steinn Guðjónsson laumar Snorri boltanum yfir Kasper Hvidt, markvörð …
Snorri Steinn Guðjónsson laumar Snorri boltanum yfir Kasper Hvidt, markvörð Dana. mbl.is/Brynjar Gauti

Þrír leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik eru í sjö manna úrvalsliði Ólympíuleikanna í íþróttinni sem tilkynnt var í dag. Það eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson en þeir leika á morgun  með íslenska liðinu til úrslita um gullverðlaunin á Ólympíuleikunum, gegn Frökkum.

Mótherjarnir, Frakkar, eiga líka þrjá leikmenn í úrvalsliðinu en það eru markvörðurinn Thierry Omeyer, línumaðurinn Bertrand Gille og skyttan Daniel Narcisse. Eini leikmaðurinn sem var valinn og er ekki í öðru hvoru úrslitaliðanna er spænski hornamaðurinn Albert Rocas.

Nefnd á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins valdi liðið.
Snorri Steinn er markahæsti leikmaðurinn á Ólympíuleikunum og hefur skorað 44 mörk í 7 leikjum fyrir Ísland, tveimur meira en Spánverjinn Juanín García. Guðjón Valur er síðan þriðji hæstur með 40 mörk.

Ólafur er hinsvegar sá leikmaður á leikunum sem hefur lagt upp flest mörk fyrir samherja sína en 35 mörk Íslands hafa verið skoruð eftir sendingar Ólafs. Frakkinn Nikola Karabatic er næstur með 30 stoðsendingar og Arnór Atlason er fjórði á þeim lista með 27 stoðsendingar. Þá hefur Sverre Jakobsson varið næstflest skot af varnarmönnum og Alexander Petersson hirt boltann oftast af andstæðingum sínum. 
 

Ólafur Stefánsson er í úrvalsliði ólympíuleikanna ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni …
Ólafur Stefánsson er í úrvalsliði ólympíuleikanna ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni og Snorra Steini Guðjónssyni. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert