Ólafur gaf Þorgerði blómvöndinn

Ólafur Stefánsson með blómvöndinn.
Ólafur Stefánsson með blómvöndinn. mbl.is/Brynjar Gauti

Ólafur Stefánsson gaf Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra blómvöndinn sem hann fékk við verðlaunaafhendinguna á ÓL í Peking. En hann tók hinsvegar eina rós úr vendinum og gaf eiginkonu sinni þá rós.

„Þorgerður hefur bara alltaf verið mjög góð við mig og henni þykir vænt um mig og mér um hana og manninn hennar, Kristján Arason. Ég skildi samt eina rós eftir handa konunni minni, hún fær mig og ég fæ hana. Það verður bara mjög gaman,“ sagði Ólafur.

„Þegar ég fékk blómvöndinn frá Ólafi Stefánssyni í leikslok þá brutust fleiri tár út en þau streymdu einnig þegar ég sá íslenska fánann fara á loft. Spánverjar fögnuðu gríðarlega bronsverðlaunum sínum og við getum því verið afar stolt af þessum árangri,“ sagði Þorgerður Katrín.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert