Fimm lið í toppslagnum?

Steven Gerrard fyrirliði Liverpool fagnar marki sínu með tilþrifum í …
Steven Gerrard fyrirliði Liverpool fagnar marki sínu með tilþrifum í gærkvöld. AFP

Liverpool og Tottenham þokuðu sér nær þremur efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld.

Það er of snemmt að tala um fimm liða baráttu um titilinn en það er líka of snemmt að afskrifa þann möguleika að annað eða bæði þessi lið skjóti sér upp á milli hinna þriggja, Chelsea, Arsenal og Manchester City.

Steven Gerrard skoraði sigurmark Liverpool gegn botnliði Fulham í London, 3:2, úr vítaspyrnu á síðustu mínútu. Liðið hafði tvisvar lent undir en Sturridge, eftir snilldarsendingu Gerrards, og Philippe Coutinho jöfnuðu í tvígang.

Tottenham gerði heldur betur góða ferð norður til Newcastle og vann 4:0 þar sem Emmanuel Adebayor skoraði tvívegis. Gylfi Þór Sigurðsson var áfram frá vegna meiðsla í læri. Paulinho og Nacer Chadli skoruðu hin tvö mörkin.

Arsenal og Manchester United gerðu 0:0 jafntefli í London eftir tvísýna baráttu. Arsenal mistókst því að komast uppfyrir Chelsea á ný og eina stigið sem José Mourinho og hans menn fengu gegn WBA var því ekki alslæmt.

Óveður geisaði í norðvesturhluta Englands í gærkvöld og fresta varð leik Manchester City og Sunderland, sem og viðureign Everton og Crystal Palace með skömmum fyrirvara. City hefði að öðrum kosti átt góða möguleika á að komast í toppsætið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert