Bannað að yfirgefa Brasilíu

Sundmaðurinn Ryan Lochte.
Sundmaðurinn Ryan Lochte. AFP

Dómari í Brasilíu hefur fyrirskipað bandarísku sundmönnunum Ryan Lochte og James Feigen að vera um kyrrt í landinu í kjölfar þess að þeir voru að sögn rændir ásamt tveimur öðrum meðlimum í bandaríska sundliðinu á Ólympíuleikunum.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC að lögreglan telji að frásögn þeirra af atburðarásinni komi ekki heim og saman við upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Hins vegar er haft eftir lögmanni Lochte að hann sé þegar kominn til Bandaríkjanna. Hann hafi yfirgefið Brasilíu áður en nokkur fyrirmæli lágu fyrir um að vera um kyrrt.

Frétt mbl.is: Ólympíumeistari rændur í Ríó

Lögreglan vill ennfremur meina að ósamræmis gæti í frásögnum þeirra Lochte og Feigen. Meðal annars varðandi það hversu margir ræningjarnir voru. Engin sönnungargögn hafi til þessa fundist sem styðji það að rán hafi átt sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert