Bræður fengu gull og silfur

Bræðurnir Brownlee fagna saman árangrinum að hlaupinu loknu.
Bræðurnir Brownlee fagna saman árangrinum að hlaupinu loknu. AFP

Alistair og Jonny Brownlee urðu fyrstu bresku bræðurnir til að enda í fyrsta og öðru sæti á Ólympíuleikum í sömu grein. Bræðurnir kepptu til úrslita í þríþraut í dag í sjóðandi hita á Copacabana-ströndinni. 

Þeir voru hnífjafnir í 10 kílómetra hlaupinu þangað til eldri bróðirinn Alistair náði forskotinu. Hann kom sex sekúndum á undan Jonny í mark og hreppti gullverðlaun í þríþraut. 

Alistair varð þar með fyrsti keppandinn í þríþraut sem ver titilinn á Ólympíuleikum en hann varð einnig ólympíumeistari á síðustu leikum. Þetta er aðeins í tólfta sinn sem bræður eða systur enda í fyrsta og öðru sæti í grein á Ólympíuleikum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert