Drottning í fimleikunum

Tignarleg. Simone Biles sveif um loftin þegar hún gerði æfingar …
Tignarleg. Simone Biles sveif um loftin þegar hún gerði æfingar sínar á gólfi. Biles vann fimmtu verðlaun sín á mótinu með sigri í greininni. AFP

Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles hefur unnið hug og hjörtu þeirra sem fylgst hafa með Ólympíuleikunum sem fram fara í Ríó í Brasilíu þessa dagana. Biles tók þátt í sínum fyrstu Ólympíuleikum, en hún hefur rakað saman verðlaunum á bandarískum meistaramótum og heimsmeistaramótum.

Biles hefur tekið við keflinu af Gabby Douglas sem stórstjarna bandaríska kvennaliðsins í fimleikum. Biles er sigursælasta fimleikakona Bandaríkjanna, en hún hefur unnið til 19 verðlauna á heimsmeistaramóti og Ólympíuleikum og velti þar Shannon Miller af stalli.

Æska Biles var síður en svo dans á rósum, en móðir hennar var áfengis- og eiturlyfjafíkill og óhæf til þess að ala hana upp. Móðurafi Biles og seinni eiginkona hans tóku hana í fóstur og ólu hana upp. Móðir Biles kallaði hanan ávallt litlu skjaldbökuna sína og Biles hefur ávallt meðferðis ríkulegt safn af skjaldbökuböngsum á þau mót sem hún tekur þátt í. Biles telur að heimsóknir í kirkju þar sem hún kveikir á kerti til heiðurs St. Sebastian, dýrlingi frjálsíþrótta, og nærvera skjaldbökubangsasafnsins síns færi sér lukku á mótum.

Fimleikaáhugi Biles kom snemma í ljós, en hún fleygði sér óttalaus í alls konar stökk ung að árum og fimi hennar var ótvíræð. Biles vakti síðan athygli fimleikaþjálfara þegar hún var við leik ásamt skólasystkinum sínum í fimleikasal á æskuslóðum hennar í Texas.

Sjá umfjöllun um Simone Biles í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert